Hverjum dettur í hug að græn rönd neðst í vafraglugga leysi öryggisvandamál Pay pal notkunar?
Veiki hlekkurinn er líklega í fyrsta lagi notandinn sjálfur og í öðru lagi skortur Paypal og eBay á uppsetningu haldgóðra öryggiskerfa.
Hvernig ætli standi annars á því að taki menn þátt í uppboðum eBay fer þeim fljótlega að berast hrúga af pósti frá þriðju aðilum um að hætt hafi verið við uppboðið og að þeim bjóðist að kaupa vöruna beint?
Það er mikið rétt að Apple hefur látið undir höfuð leggjast að setja inn phisching aðvörun í Safari en ég held að þessi maður sé að reyna að beina athygli frá veikleikum eigin fyrirtækis og nota annað fyrirtæki sem blóraböggul.
Betur færi að hann tæki til í sínum eigin öryggismálum.
PayPal varar við notkun Safari | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Feb. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | ||||||
2 | 3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 |
9 | 10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 |
16 | 17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 |
23 | 24 | 25 | 26 | 27 | 28 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (1.2.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Reyndar gleymdi ég einu. Það mætti bara benda á eftirfarandi slóð með smá umræðu um PayPal, eBay sem og öryggisskírteini:
http://www.macfixit.com/article.php?story=20080228092516130
Kveðja
Hans
Hans J. Gunnarsson, 5.3.2008 kl. 08:32
Ástæðan fyrir því að þú eða aðrir fá send phishing skilaboð gegnum Ebay, er sú að notendanafn ykkar er væntanlega það sama og emailið sem þið notið.
Það þarf ekki kláran mann til að senda 100 pósta á þinnnotandi@gmail.com , hotmail, simnet etc etc.
Gexus (IP-tala skráð) 5.3.2008 kl. 12:54
Það eru betri phishing varnir en Firefox 2.x býður upp á. T.d. Google Toolbar og Google Desktop sýna þér viðvörunar vefsíðu áður en vafrinn opnar raunverulegu phishing síðuna. Firefox 3.0 kemur til með að hafa samskonar fídus í stað þess að birta eins og þú segir "græna rönd".
Persónulega finnst mér í lagi að fyrirtæki eins og Paypal haldi vafraframleiðundum við efnið. Þeir hafa eflaust haft einhverjar viðræður við Apple áður en þeir senda frá sér þessa tilkynningu... en hvað veit maður :-)
Tommi (IP-tala skráð) 5.3.2008 kl. 15:30
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.